"Við þyrftum að hafa einhvers konar hömlur á fljótandi eigin gjaldmiðli," segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, í viðtali við Bloomberg sem tekið var í Kaupmannahöfn í gær. Hann segir að engar áætlanir geri ráð fyrir algjörlega frjálsri og fljótandi krónu, þar sem hrun bankanna og gjaldmiðilsins hafi sýnst að krónan væri of lítil til að "lifa af" fljótandi. "Eina sviðsmyndin sem við getum verið örugg með og veitir okkur aðgang að opnum aðgangi að mörkuðum er upptaka evru."

Í frétt Bloomberg kemur fram að ef allt gengur að óskum gæti Ísland verið orðið partur af evrusvæðinu snemma árs 2015.