*

mánudagur, 16. maí 2022
Fólk 12. janúar 2021 12:01

Árný Lára nýr verkefnastjóri hjá HÍ

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ hefur ráðið Árný Láru Sigurðardóttur í ársleyfi Láru Hrannar Hlynsdóttur.

Árný Lára Sigurðardóttir hefur verið ráðin í eitt ár sem verkefnastjóri á Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands í ársbyrjun 2021.
Aðsend mynd

Árný Lára Sigurðardóttir hefur verið ráðin tímabundið til starfa sem verkefnastjóri á Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Hún mun taka við af Láru Hrönn Hlynsdóttur sem er í árs leyfi frá störfum.

Árný Lára er stjórnmálafræðingur að mennt með MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands.

Hún hefur áður starfað hjá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála ásamt því að hafa meðal annars starfað hjá Nemendaskrá Háskóla Íslands og sem aðstoðarmaður Silju Báru Ómarsdóttur, prófessors við HÍ.