Útflutningsráð hefur fengið boð frá stjórnvöldum í Aserbaídsjan um að senda þangað sendinefnd frá Íslandi. Þetta kemur fram í Útherja, fréttabréfi Útflutningsráðs Íslands. Svo virðist sem Aserar vilji einkum fá fulltrúa fyrirtækja sem hafa reynslu af hönnun og rekstri vatnsaflsvirkjana.

Aserar vilja að fá Íslendinga til viðræðna við stjórnendur orkufyrirtækja í landinu en þannig háttar til í Aserbaídsjan að flest stórfyrirtæki eru ríkisrekin.

Í frétt Útherja eru leiddar líkur að boðið frá  Aserbaídsjan komi í kjölfar velheppnaðar ferðar til Kasakstan.