Fjárfestingarbankinn Askar Capital og ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtækið AppliCon hafa gert með sér samkomulag um innleiðingu á SAP hugbúnaði fyrir alþjóðlega starfssemi Askar Capital, segir í tilkynningu.
Um er að ræða grunnuppbyggingu á kjarnabankastarfssemi Askar Capital en AppliCon mun annast alla uppbyggingu og ráðgjöf. AppliCon hefur sérhæft sig í fjármálatengdum hugbúnaði.
?Miðað við okkar markmið og þær lausnir sem SAP býður upp á þá teljum við okkur hafa tekið skref í átt að stefnumarkandi framtíðarsýn fyrir upplýsingakerfi Askar Capital. SAP verður kjarnakerfi í okkar starfsemi og AppliCon okkar samstarfsaðili við innleiðingu á þessum lausnum,? segir Úlfar Helgason forstöðumaður upplýsingatæknimála hjá Askar Capital.
?Þetta er mikilvæg staðfesting fyrir AppliCon og við teljum okkur vera traustsins verð,? segir Heimir Fannar Gunnlaugsson viðskiptastjóri AppliCon.

Askar Capital er nýtt fyrirtæki á sviði fjármálastarfssemi með rekstur í nokkrum löndum auk höfuðstöðva á Íslandi.
AppliCon er alþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi.