Áskrifendur að sænsku tónlistarveitunni Spotify eru orðnir fimmtíu milljón talsins. Er Spotify því fyrsta tónlistarveitan til að ná slíkum áskriftartölum. Þetta kmeur fram í frétt BBC um málið.

10 milljón áskrifendur bættust við hjá tónlistarveitunni á síðastliðnum sex mánuðum. Spotify þarf nú að eiga við samkeppni frá fyrirtækjum á borð við Amazon, Google og Apple.

Greiningaraðilar benda einnig á að tónlistarveitan eigi enn eftir að ná samningum við útgáfufyrirtæki. Áskrifendur af Apple Music voru 20 milljónir í lok árs 2016, en Deezer og Amazon Music eru talsverðir eftirbátar hvað varðar áskriftafjölda.