Umsóknum í MBA-nám hjá Háskólanum í Reykjavík (HR) fjölgaði um 80-90% milli ára og í MBA nám í Háskóla Íslands um 3-40%, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Telma Sæmundsdóttir, verkefnastjóri hjá HR, segir marga af umsækjendum standa á tímamótum; nemendur vilji vera betur í stakk búnir til að takast á við breytta tíma hjá fyrirtækinu sem þeir vinna hjá, það sé að vaxa umtalsvert eða nemendur hafi áhuga á að breyta um starfsvettvang og þá komi þessi menntum að góðum notum. Þá segir hún marga ganga með hugmynd að fyrirtæki í maganum en skorti tæki og tól til að framkvæma hana og fari því í námið.

Í blaðinu segir að fjöldi umsókna í ár er ekki jafn mikill og á árunum fyrir hrun eftir það dróst aðsókn í námið mikið saman hjá skólunum. Árið 2010 nam samdrátturinn um 60-70% hjá HR.

Námið hér á landi kostar nemendur um þrjár milljónir króna. Inntökuferlið er strangt, umsækjendur þurfa að skila inn greinargerð hvers vegna þeir hafi hug á náminu, meðmælum og eru teknir í viðtal. Meðalaldur umsækjenda beggja skóla er um 38-39 ára.