Ástandið er þegar orðið mjög alvarlegt hjá fjölmörgum fyrirtækjum í byggingariðnaði.

Ástæðan er það frost sem ríkt hefur á fasteignamarkaði. Nýjustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar um að nýta Íbúðalánasjóð til að liðka fyrir á markaðnum með lánveitingum til banka vekja þó vonir í greininni.

„Við fögnum þessu mjög,“ segir Árni Jóhannsson, viðskiptafræðingur hjá Samtökum iðnaðarins.

Hann segir að fasteignamarkaðurinn hafi verið nær algjörlega frosinn að undanförnu og það hafi bein áhrif á byggingaverktaka sem ekki hafi getað selt nýbyggðar íbúðir.

„Aðgerðir ríkisstjórnarinnar snúa fyrst og fremst að fyrstu íbúðakaupendum, en þeir eru mjög mikilvægir í því að koma hreyfingu á markaðinn. Síðan koma dómínóáhrifin.“

Árni segir að fjölmargir verktakar séu samt þegar komnir í vandræði vegna ástandsins.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun.

Áskrifendur geta nú þegar, eða frá kl. 21 í kvöld, lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .