Stýrivextir í Ástralíu voru lækkaðir í morgun úr 7,25% í 7%.

Þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem stýrivextir lækka í Ástralíu en samkvæmt tilkynningu frá Seðlabanka Ástralíu er stýrivaxtalækkuninni ætlað að koma í veg fyrir frekar hjöðnum á efnahagslífi landsins.

Væntingavísitala neytenda hefur farið lækkandi í Ástralíu auk þess sem smásala hefur minnkað og atvinnuleysi aukist lítillega.

Þá sagði Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu að lægri stýrivextir myndu hleypa lífi í húsnæðismarkaðinn en varaði jafnframt við því að það væru erfiðir tímar framundan fyrir efnahag landsins.

Þá eru greiningaraðilar sammála um að aukinn verðbólguþrýstingu muni gera Seðlabankanum erfitt um vik að lækka vexti frekar.