Sveinn Ingi Lýðsson, umferðareftirlitsmaður, hefur greint frá því að sú athugun sem gerð var á eldsneyti bifreiðar Björgunarfélags Akraness 27. maí sl. mun ekki leiða til frekari aðgerða af hálfu Vegagerðarinnar.

Greint er frá þessu á fréttavef Skessuhorns.

Athugun umferðareftirlitsins snérist um það hvort félagar í Björgunarfélaginu hefðu misnotað gjaldfrjálst eldsneyti á bifreið félagsins.

Umdeilt var hvort björgunarsveitarmennirnir hefðu verið að sinna hefðbundinni starfsemi björgunarsveita á ferð sinni.

Tóku eftirlitsmenn Umferðareftirlitsins sýni af eldsneyti úr björgunarsveitarbílnum. Samkvæmt Sveini Inga er það í fullkomlegu samræmi við verklagsreglur, athugunin mun þó ekki leiða til frekari aðgerða.