Skiptalokum félagsins Salir hf., sem áður hét Kringlukráin hf., og rak samnefndan veitingastað í Kringlunni á tíunda áratug síð- ustu aldar er lokið. Félagið var lýst gjaldþrota 13. janúar 1999 en ekki var tilkynnt um að gjaldþrotaskiptum væri lokið fyrr en 28. desember síðastliðinn og var félagið afskráð í byrjun ársins.Gjaldþrotaskiptin tóku því ríflega 18 ár.

Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur sem námu 43 milljónum króna. Þórður Þórðarson, skiptastjóri búsins, segir að búið hafi verið eignalaust og eiginlegum skiptunum hafi verið lokið í kringum aldamótin en láðst hafi að senda tilkynningu til fyrirtækjaskrár fyrr en nú. Miðað við þann tíma sem leið frá því að félagið var lýst gjaldþrota þar til tilkynning um skiptalok barst er um ein lengstu gjaldþrotaskipti Íslandssögunnar að ræða.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .