Seðlabankastjóri Bretlands, Mark Carney, telur að áætlanir um atkvæðagreiðslu um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu (ESB) hafi slæm áhrif á breskt efnahagslíf. Andrew Marr, fréttaskýrandi hjá BBC, ræddi við bankastjórann í sunnudagsþætti sínum fyrr í morgun en þar kom fram að Carney hefði áhyggjur af því að dregið gæti úr fjárfestingu í Bretlandi sökum þeirrar óvissu sem væri yfirvofandi í tengslum við atkvæðagreiðsluna.

Sagði Carney að horfur um mögulega útgöngu Bretlands úr ESB gætu orðið til þess að fyrirtæki héldu aftur af fjárfestingu fram yfir atkvæðagreiðsluna. Bar seðlabankastjórinn áhrif þjóðaratkvæðagreiðslunnar, sem halda á árið 2017, saman við áhrif evrukrísunnar á fjármálakerfið.

Breska dagblaðið the Telegraph greindi frá þessu hér .