Hluthafafundir verða haldnir hjá Auði Capital og Virðingu á morgun þar sem greidd verða atkvæði um sameiningu félaganna. Eftir það verður svo beðið formlegs samþykkis Fjármálaeftirlitsins við sameiningunni. Viljayfirlýsing um sameiningu var undirrituð í ágúst síðastliðinn.

Í fréttatilkynningu vegna viljayfirlýsingarinnar kom fram að sameinað félag mun bjóða upp á alhliða verðbréfaþjónustu, þar sem áhersla verður lögð á eignastýringu.  Að auki mun sameinað félag bjóða upp á miðlun verðbréfa, fyrirtækjaráðgjöf, rekstur verðbréfasjóða, veðskuldabréfasjóða, framtakssjóða auk annarra fagfjárfestasjóða.

Heildareignir í stýringu hjá sameinuðu félagi verða allt að 100 milljarðar króna og heildareignir í fjárvörslu allt að 180 milljarðar króna