*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 27. desember 2007 10:29

Atlantic Petrleum hækkar um 10,15% við opnun markaðar

Úrvalsvísitalan hækkar um 1,36%

Ritstjórn

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,36% og er 6.360 stig um hálf tíma eftir að markaðurinn opnaði, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Veltan nemur um átta milljörðum króna, þar af eru 7,46 milljarða króna vegna utanþingsviðskipta með bréf Glitnis.

Atlantic Petrleum hefur hækkað um 10,15%, Exista hefur hækkað um 4,45%, Spron hefur hækkað um 4,36%, Eik banki hefur hækkað um 2,45% og Icelandair hefur hækkað um 2,27%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,17% og er 120,9 stig.

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur aðeins lækkað einu sinni á milli jóla og nýárs og það var fyrsta ár viðskipta í Kauphöllinni, þá Verðbréfaþingi Íslands, árið 1993, líkt og fram kom á Vb.is í gær. Bæði meðaltal og miðgildi hækkana þessa daga hefur verið um 1%, en mest hefur hækkunin verið 2,9% og það var árið 1994.

Frá árinu 2000 er minnsta hækkun þessa viðskiptadaga, sem hafa verið frá tveimur upp í fimm, aðeins 0,03%. Mesta hækkunin er hins vegar 2,5% og meðaltal og miðgildi eru bæði 1,1%.