Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum (OMX: FO-ATLA) kynnti í dag að önnur framleiðsluborhola félagsins í Norðursjó hafi nú verið tengd neðansjávarlagnakerfi á vinnslusvæðinu.

Það mun auka framleiðsluhluta  Atlantic Petroleum í 2.150 tunnur á dag.

Samkvæmt tilkynningu frá félaginu er olíulindin að skila mun betri árangri en búist var við. Á þessu svæði sem skilgreint er „block 22/2a” er svokölluð Chestnut olíulind þar sem olía fannst í maí 2008 og staðfest var með prófunum í nóvember. Atlantic Petroleum á 15% hlut í vinnsluleyfi á svæðinu.