Nú í febrúar munu Atlantsskip flytja inn rúmlega 3.400 tonn af stálrörum vegna byggingu  Hellisheiðarvirkjunar. Atlantsskip höfðu þar betur en samkeppnisaðilar fyrirtækisins í útboði á  vegum Orkuveitu Reykjavíkur. Er þetta í fyrsta sinn sem Atlantsskip taka að sér sérverkefni af  þessari stærðargráðu segir í fréttatilkynningu fyrirtækisins.

Orkuveita Reykjavíkur reisir nýja jarðvarmavirkjun til rafmagns- og heitavatnsframleiðslu á  sunnanverðu Hengilssvæðinu í Sveitarfélaginu Ölfusi í Árnessýslu. Áætlað er að byggja rafstöð  sem framleiðir 300 MWe af rafmagni og varmastöð sem afkastar allt að 400 MWth. Markmið  virkjunarinnar er að mæta aukinni eftirspurn atvinnuvega og almennings eftir raforku og varma.