Englandsbanki mun á morgun kynna áætlun sína um að skipta út veðtryggðum verðbréfum fyrir ríkisskuldabréf, til að lækka lánskostnað og hjálpa breskum fasteignakaupendum.

Ríkisstjórn Bretlands reynir nú að auðvelda lántökur eftir að bankar þar í landi hækkuðu vexti á húsnæðislánum, þrátt fyrir að stýrivextir hefðu lækkað. Með því að bjóða bankastofnunum ríkisskuldabréf eykur hann fjármagn þeirra og gerir þeim auðveldara fyrir að lána.

Fréttamiðlar telja að Seðlabankinn muni bjóða skipti á 50 milljörðum punda, en fyrrverandi meðlimur stefnumótunarnefndar bankans, Willem Buiter, telur að leggja þurfi til helmingi meira fjármagn en það til að koma húsnæðismarkaðnum á hreyfingu.