Átta sóttu um embætti forstöðumanns Rannsóknarmiðstöðvar Íslands en umsóknarfrestur rann út föstudaginn síðastliðinn Að því er stefnt að menntamálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá og með 1. apríl næst komandi.

Umsækjendur eru Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður, dr. Eiríkur B. Baldursson, dr. Eiríkur Smári Sigurðarson, Hallgrímur Jónasson, framkvæmdastjóri, Ólafur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri, Óskar Einarsson, skrifstofu- og rekstrarstjóri, Torfi Jóhannesson, framkvæmdastjóri og Þorvarður Finnbjörnsson, sviðsstjóri.