Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem hafnað var kröfu Datacell og Sunshine Press Productions á hendur Valitor um að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta.

Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn með vísan til forsendna hans auk þess að benda á það frumskilyrði að bú verði aðeins tekið til gjaldþrotaskipta þegar sá sem slíka kröfu gerir á lögvarða kröfu gegn þeim sem krafan beinist að.

Málið á rætur sínar að rekja til lokunar Valitor á greiðslugátt til Datacell árið 2011, en fyrirtækið safnaði greiðslum fyrir Wikileaks. Fjárhæð gjaldþrotskröfunnar nam 10,3 milljörðum króna ásamt vöxtum.