Nýjar umsóknir um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum í síðustu viku voru heldur fleiri en búist hafði verið við. Á meðan voru bætur sem greiddar voru út til þeirra sem þegar fá bætur einnig hærri en þær hafa verið í rúmlega fjögur ár, samkvæmt frétt Reuters.

372.000 manns sóttu um bætur í vikunni 17-24. maí sem er um 4.000 fleiri en í fyrri viku. Meðaltal fjögurra vikna er nú 370.500 nýjar umsóknir um atvinnuleysisbætur á viku.

Þá þykir það einnig benda til þess að þeir sem þegar eru á bótum eigi erfitt með að finna vinnu að fjöldi þess fólks jókst um 36.000 í 3,1 milljón á tímabilinu. Það er mesti fjöldi atvinnulausra í Bandaríkjunum síðan í febrúar 2004.