Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru í ágúst 2014 að jafnaði 191.200 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 182.100 starfandi og 9.100 án vinnu og í atvinnuleit.

Atvinnuþátttaka í ágúst mældist 82,8%, hlutfall starfandi var 78,9% og atvinnuleysi var 4,7%. Samanburður mælinga í ágúst 2013 og 2014 sýnir að atvinnuþátttaka jókst um 0,4 prósentustig og hlutfall starfandi var nánast það sama. Hlutfall atvinnulausra jókst á sama tíma um 0,4 prósentustig.