Atvinnulausum fjölgaði á Spáni í desember og er það talið liggja á bilinu 22% til 23%. Tölur á borð við þessar hafa aldrei sést á Spáni. Atvinnleysistölurnar jafngilda því að 4,42% Spánverja mæli göturnar.

Yfirvöld á Spáni gefa almennt ekki upp hlutfall atvinnulausra. Erlendir fjölmiðlar hafa hins vegar eftir Mariano Rajoy, sem tók við embætti forsætisráðherra Spánar rétt fyrir jól, að það sé tvöfalt hærra í heimalandi hans en í öðrum aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Breska dagblaðið Guardian segir þetta enn eitt áfallið fyrir ríkisstjórn Rajoy. Af öðrum skellum mun vera meiri halli á fjárlögum en gert var ráð fyrir, 6% af landsframleiðlslu sem gæti farið upp í 8%, og almennt lélegra ástand á ríkisbúskapnum en búist var við. Af þeim sökum þurfti ríkisstjórnin einmitt að brjóta eitt af kosningaloforðum sínum og hækkra tekju- og eignaskatta eftir áramótin.