Í Bretlandi í september fjölgaði atvinnulausum um 10.200 og mældist því atvinnuleysi 3%, segir í frétt Dow Jones.

Greiningaraðilar höfðu spáð að umsóknum um atvinnuleysisbætur myndu fækka um 500. Fjöldi atvinnulausra er nú 962 þúsund, en þeir hafa ekki verið fleiri síðan í desember 2001.

Atvinnuleysisumsóknum fækkaði í síðasta mánuði og hafði ríkisstjórnin vonast til að ástand atvinnumarkaðarins væri að batna, en nú lítur út fyrir að atvinnulausir nálgist milljón á næstu mánuðum, segir fréttinni.