Atvinnuleysi var samkvæmt mánaðartölum Vinnumálastofnunar 1,1% í júlí sl. og fjöldi atvinnulausra var þá 2.252 manns.

Stofnunin segir í minnisblaði til félagsmálaráðherra að lítilsháttar fjölgun hafi orðið í ágúst, í um eða yfir 2.300 manns, og atvinnuleysi þar með 1,2%, en opinberar tölur ágústmánaðar verða birtar í næstu viku.

Á heildina litið reiknar Vinnumálastofnun með að atvinnuleysið aukist lítillega í september og verði 1,2-1,3%.

Í nóvember og desember spáir stofnunin því að atvinnuleysið fari að aukast hraðar með samdrætti í almennum umsvifum byggingarverktaka og í ferðaþjónustu.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .