Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið lægra í Bretlandi í 11 ár. Í september mældist atvinnuleysi í Bretlandi 4,8% og hefur það ekki verið lægra frá árinu 2005. Á fyrsta ársfjórðungi var atvinnuleysi 5,3% og á öðrum ársfjórðungi var það 4,9%. Þetta er fyrsta mælingin sem gerð hefur verið á atvinnuleysi eftir að Bretar kusu um það að yfirgefa Evrópusambandið.

Atvinnustig var 74,5% og nokkuð var um launahækkanir í Bretlandi á tímabilinu. Hins vegar eru uppi blikur um verðbólgu í Bretlandi sem gæti haft áhrif á þá kaupmáttaraukningu sem hefur verið í landinu.