Frakkar horfa nú upp á að atvinnuleysi og efnahagur þeirra hefur ekki verið í verra ásigkomulagi síðan þeir köstuðu franska frankanum út í Signu og tóku upp sameiginlega mynt evrusvæðisins fyrir þrettán árum.

Frakkland er næststærsta hagkerfi evrusvæðisins á eftir Þýskalandi.

Landsframleiðsla hefur ekkert aukist þar síðastliðna þrjá ársfjórðunga og mældist 10,2% atvinnuleysi þar á öðrum ársfjórðungi. Þetta er lítilsháttar aukning frá upphafi árs en 10% atvinnuleysi mældist í Frakklandi á fyrsta ársfjórðungi. Reuters-fréttastofan segir vísbendingar um að enn eigi eftir að harðna í ári hjá Frökkum og atvinnuleysi að aukast frekar enda hafi jafnt rótgrónir  bílaframleiðendur á borð við Peugeot og verslanasamstæðan Carrefour boðað uppsagnir í hagræðingarskyni.