Atvinnuleysi minnkaði í 34 ríkjum í Bandaríkjunum í október síðastliðnum. Atvinnuleysi hélst óbreytt í ellefu ríkjum en jókst í aðeins fimm ríkjum.

Stöðugur hagvöxtur í Bandaríkjunum hefur orðið til þess að störfum fjölgar. Á landsvísu fjölgaði störfum í Bandaríkjunum um 214 þúsund í október. Þetta er níundi mánuðurinn í röð þar sem störfum fjölgar um meira en 200 þúsund talsins.

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er nú 5,8 prósent og hefur ekki verið minna í sex ár.

Mest er atvinnuleysið í Georgíu, 7,7%, en minnst er atvinnuleysið í Norður-Dakóta, þar sem það er 2,8%.