Skráð atvinnuleysi í október síðastliðnum var 3,9%, en að meðaltali voru 6.233 atvinnulausir í október og fjölgaði atvinnulausum um 108 að meðaltali frá september eða um 0,1 prósentustig.

Í október fjölgaði körlum um 112 að meðaltali á atvinnuleysisskrá en konum fækkaði um 4 og var atvinnuleysið 3,3% meðal karla og 4,6% meðal kvenna.

Atvinnulausum fækkaði að meðaltali um 17 á höfuðborgarsvæðinu en fjölgaði um 125 að meðaltali á landsbyggðinni. Atvinnuleysið var 4,4% á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni var atvinnuleysið 3%.

Mest var atvinnuleysið á Suðurnesjum, 5,7%. Minnst var atvinnuleysið á Norðurlandi vestra, 0,9%.