Alls stóðu 243 íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs auðar í lok desember. Um helmingur þeirra var á Suðurnesjum. Í mánaðaskýrslu Íbúðalánasjóðs er áréttað að auð íbúð jafngildir ekki leiguhæfri íbúð, því skýrar reglur gilda um ástand íbúða sem leigðar eru út.

Íbúðalánasjóður setur sér þau mörk að verja að hámarki 1,5 milljónum króna í að gera upp íbúðir til þess að þær uppfylli reglurnar. Því er það svo að auðar og leiguhæfar íbúðir sjóðsins eru sjaldnast nema lítið brot af heildareignum sjóðsins.