Norskar vinnumiðlanir auglýsa þessa dagana í dagblöðunum eftir Íslendingum til starfa í Noregi og virðist vera næg vinna í ýmsum greinum. Skráð atvinnuleysi hérlendis í desember var tæplega 8% sem svarar til 7.900 manna að meðaltali. Í Noregi var atvinnuleysið 2,7% i loks ársins og í þeim hópi voru 47 Íslendingar.

Haft var eftir Sigrúnu Arnardóttur framkvæmdastjóra vinnumiðlunar í Suður-Noregi í fréttum ríkissjónvarpsins í gærkvöldi að einkum væri  skortur á iðnaðarmönnum, bilstjórum með meirapróf og matreiðslufólki. Auk þess vantaði fólk til stafa í heilbrigðis- og félagsmálageiranum.

Sigrún segir að margir Íslendingar hafi kynnt sér atvinnutilboð í Noregi að undanförnu, helst fólk sem áður hefur búið þar og hefur vald á tungumálinu.