Kárahnjúkavirkjun framleiðir meira rafmagn en áætlað var í fyrstu, og hefur það þegar verið selt.

Um er að ræða 40 megavött, sem jafngildir framleiðslu einnar jarðvarmatúrbínu.

„Oft hefur verið rætt um að byggingarkostnaður virkjunarinnar hafi vfarið tugi milljarða fram úr áætlun. Sé leiðrétt fyrir hækkun byggingavísitölu á byggingartímanum er framúrkeyrslan á stofnkostnaði um 7%. Sú aukaorka sem fæst út úr virkjuninni dekkar um það bil þann kostnað,“ segir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar.

______________________________________

Ofangreint kemur fram í helgarviðtali Viðskiptablaðsins, ásamt fleiru . Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .