Hlutabréf á Wall Street hækkuðu snarpt við opnun markaða í morgun. Ástæðan er rakin til aukinnar bjartsýni um að lausn fengist á skuldavanda ríkissjóðs. Dow Jones vísitalan hækkaði um 1,01% fljótlega eftir opnun. S&P 500 hækkaði um 1,03% og Nasdaq hækkaði um 0,95%.

Greiningaraðilar segja að fjárfestar séu bjartsýnir á að samkomulag náist um fjármál ríkissjóðs. „Löggjafinn veit að það er í þágu okkar allra að samkomulag náist í þessu máli,“ sagði JJ Kinahan hjá TD Ameeritrade.