Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, mun nú beita sér af aukinni hörku við að ná yfirráðum yfir Yahoo, en stjórn síðarnefnda félagsins hefur streist harkalega gegn yfirtöku Microsoft. Í dag rennur út sá frestur sem Ballmer gaf Yahoo til að taka eða hafna yfirtökutilboði sem hljóðar upp 46,6 milljarða dollara.

Hægst hefur á hugbúnaðarsölu Microsoft á síðustu misserum, og starfsemi félagsins á internetinu hefur gengið brösuglega. Google er ráðandi á netauglýsingamarkaðnum, en því er talið nauðsynlegt fyrir Micrsoft að yfirtakan á Yahoo nái fram að ganga svo hægt verði að veita Google aukna samkeppni.

Sérfræðingar sem Bloomberg ræðir við segja að Microsoft væri löngu hætt við þessa yfirtöku, ef hún væri ekki svo nauðsynleg fyrir framtíðarstarfsemi félagsins.