Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur ákveðið að tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen-svæðisins fari fram í Flugstöð Leifs Eiríkssonar dagana 5.-7. mars 2009.

Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins en þar kemur fram að aðildarríki Schengen-samstarfsins grípa til aðgerða af þessu tagi, þegar vísbendingar hafa borist um að án þeirra aukist hætta á að vegið sé að öryggi borgara þeirra.

Ákvörðunin hefur verið tilkynnt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, samstarfsríkjum innan Schengen-samstarfsins og hlutaðeigandi yfirvöldum innanlands.

Ekki fengust nánar upplýsingar um þetta þegar leitað var eftir því hjá dómsmálaráðuneytinu.

Sjá nánar vef dómsmálaráðuneytisins.