Áhrif af aukinni notkun erlendrar mynta á vörumarkað, fjármálamarkað og samfélag á Íslandi verða rannsökuð í nýrri könnun sem viðskiptaráðuneytið hefur ákveðið að styrkja. Könnunin er á vegum Rannsóknastofnunar í Fjármálum við Háskólann í Reykjavík, Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst og Rannsóknarseturs verslunarinnar við Háskólann á Bifröst. Ennfremur er fyrirhugað að skoða áhrif mismunandi tenginga við evru á ofangreinda þætti.

Hyggjast rannsakendur kanna sérstaklega hvort Ísland sé að verða „fjölmyntarsamfélag,” og hvaða áhrif slíkt hefur eða hefði á markaði og samfélag, og hvaða afleiðingar ólíkar tengingar við evru hafa á íslenskan fjármálamarkað og fjármálastöðugleika. Fyrirhugað er að niðurstöður liggi fyrir í ágúst 2008 í formi skýrslna og/eða rannsóknaritgerða og verði kynntar opinberlega í kjölfarið.