Aukning var á útlánum viðskiptabanka og sparisjóða um 130 milljarða á árinu 2015. Stóðu þau í lok árs 2015 í 2.180 milljörðum en milli áranna 2013 og 2014 jukust útlánin um 125 milljarða.

Landsbankinn jók mest

Mesta aukningin var hjá Landsbankanum en ný útlán þar numu 225 milljörðum. Vegna annarra liða eins og afborgana og virðisbreytinga jukust heildarútlán bankans um 84 milljarða milli ára.

Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir að bankinn hafi lánað mikið til fastegnakaupa sem og að fjárfestingar atvinnuveganna hafi tekið mikið við sér. Segir hann þetta mikla breytingu frá fyrstu árunum eftir hrun þegar fyrirtæki lögðu alla áherslu á að greiða niður skuldir. Þetta kemur fram á mbl.is .