Drykkjaframleiðandinn Coca-Cola European Partners á Íslandi hagnaðist um 167 milljónir króna á síðasta rekstrarári samanborið við 102 milljóna króna hagnað árið áður.

Rekstrartekjur félagsins námu rúmlega 2,9 milljörðum króna samanborið við 2,8 milljarða árið áður. Framleiðslukostnaður nam 4,4 milljörðum króna og stóð nánast í stað á milli ára. Eignir námu rúmlega 7,9 milljörðum króna og eigið fé félagsins nam 5,9 milljörðum króna.

Eiginfjárhlutfall var því 75% í árslok 2018. Laun og launatengd gjöld námu tæplega 1,5 milljörðum króna og lækkaði launakostnaðurinn um rúmlega 53 milljónir króna á milli ára, en að meðaltali störfuðu 159 manns hjá fyrirtækinu í fyrra, samanborið við 172 starfsmenn árið áður. Einar Snorri Magnússon er forstjóri CCEP á Íslandi.