Securitas hagnaðist um 217 milljónir króna á síðasta ári, en hagnaður ársins 2017 nam 127 milljónum króna. Rekstrartekjur námu 6,3 milljörðum króna en voru 5,9 milljarðar árið áður. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 700 milljónum en var 600 milljónir fyrir ári.

Eignir félagsins námu þremur milljörðum króna um áramótin, eigið fé 718 milljónum og skuldir 2,3 milljörðum króna. Stekkur fjárfestingafélag, í eigu Kristins Aðalsteinssonar, á 56% í Securitas og framtakssjóðurinn Edda 42%. Ómar Svavarsson er forstjóri Securitas.