Austurríkismenn hafa kjörið sér nýjan forseta. Alexander Van der Bellen, sem er stjórnmálamaður Græningja - sem bauð sig fram sem óháður frambjóðandi - í Austurríki sigraði með 53,3 prósent atkvæða, gegn Norbert Hofer, frambjóðenda Frelsisflokksins. Hofer hlaut 46,7 prósent atkvæða í kosningunum.

Í grein Financial Times er sagt að hefðbundnir evrópskir stjórnmálaflokkar hafi andað léttar vegna úrslitanna, þar sem að Hofer, sem er iðulega staðsettur lengst til hægri á hinum pólitíska ás, er til að mynda gífurlega andsnúinn Evrópusambandinu og hefur ekki farið fögrum orðum um innflytjendastefnu sambandsins.

Á Facebook síðu sinni, þá segist að úrslitin hafi gert hann gífurlega leiðan, en þó óskaði hann Van der Bellen mótframbjóðenda sínum til hamingju með úrslitin. Staða forseta í Austurríki er að mestu leyti formlegs eðlis, en sérfræðingar hafa talað um að kosning Hofers, hefði getað virkað sem vatn í myllu popúlista í álfunni.

Haft er eftir Van der Bellen að hann hygðist vera frjálslyndur og umburðarlyndur forseti - en fyrst og fremst hyggst hann vera Evrópusinnaður forseti.