David Adams hefur unnið með fjölda fyrirtækja um allan heim og oft staðið til boða að taka sæti í stjórnum þeirra. Hann hefur sjaldan þegið slík boð en þegar honum bauðst að vera í stjórn Auðar Capital og taka þátt í mótun félagsins frá upphafi, stökk hann á það, enda segist hann sjá mikil tækifæri í Auði. Auður Capital geti jafnvel orðið heimsþekkt vörumerki.

David Adams er eini karlinn í stjórn Auðar Capital og segist vera „heiðurskona“ fyrir vikið (e. honorary sister). Eftir að hafa kynnt sér fyrirtækið ákvað hann að vera með frá byrjun og er hluthafi og stjórnarmaður í því nú.

David er breskur stærðog hagfræðingur sem búið hefur í Danmörku í 12 ár, þar sem skrifstofa hans er í Christianshavn um borð í báti sem arkitektinn Arne Jakobsen átti áður. David starfar við að byggja upp ímynd og vörumerki fyrirtækja og hefur unnið fyrir mörg af þekktustu vörumerkjum heims, t.d. Shell, Kellogg’s og Mars.

David var staddur hér á landi á dögunum í sumargleði Auðar Capital og tók Viðskiptablaðið hann þá tali.

_______________________________________

Nánar er rætt við David Adams í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .