Samkvæmt nýrri rannsókn sem birt er á vef BSRB telur starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði sig almennt ganga vel að samræma fjölskyldu og atvinnulíf, eða um 50% svarenda. Engu að síður telja um 40% starfsfólks fækkun vinnustunda á viku vænlega leið til að stuðla að auknu jafnvægi atvinnulífs og fjölskyldu. Þá taldi um fjórð- ungur þátttakenda að aukið sjálfstæði í vinnu, minni yfirvinna og lækkað starfshlutfall myndi skila sama árangri. Höfundur rannsóknarinnar er Ragnheiður Eyjólfsdóttir verkefnastjóri hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum