Tilkynnt var fyrr í dag að Baðhúsið, sem Linda Pétursdóttir hefur rekið um árabil, hefði hætt rekstri . Rekja mætti erfiðleikana til þess að húsnæði Baðhússins í Smáralind hafi verið afhent mun síðar en upphaflega hafi verið áætlað og það sé enn í ófullnægjandi ástandi. Starfsemi Baðhússins var áður staðsett í Brautarholti í Reykjavík þar til í desember í fyrra, þegar hún fluttist yfir í Smáralind.

Ef skoðaður er ársreikningur félagsins frá árinu 2012 má sjá að reksturinn var orðinn fyrirtækinu erfiður nokkru fyrir flutningana. Þannig nam tap ársins rúmum 8 milljónum króna. Í lok árs 2012 námu eignir félagsins 16,9 milljónum króna, en skuldir voru 33,5 milljónir króna. Var eigið fé félagsins því neikvætt um rúmar 16,6 milljónir króna.

Baðhúsið hefur ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2013.