Fjárfestingarsjóðirnir Bain Capital, stærsti hluthafi Icelandair, og CVC Capital Partners eru að undirbúa sameiginlegt yfirtökutilboð í bresku lyfjaverslunarkeðjuna Boots. Greiningaraðilar telja að kaupverðið gæti hljóðað upp á allt að 5-6 milljarða dala. SkyNews segir frá.

Í lok síðasta árs var greint var því að móðurfélag Boots, Walgreens Boots Alliance (WBA) væri að íhuga sölu á lyfjaversluninni og hefði ráðið Goldman Sachs sem ráðgjafa. WBA íhugar einnig að skrá félagið á markað og gæti enn ákveðið að hætta við söluna.

Auk Bain og CVC eru nú nokkur fjárfestingarfélög að íhuga þátttöku í söluferlinu. Hins vegar er talið að Bain Capital og CVC séu líklegust til að fá tilboð sitt samþykkt.

Boots rekur um 2.200 verslanir og er með yfir 50 þúsund starfsmenn.