Geest tilkynnti í morgun að félagið hefði fengið yfirtökutilboð frá Bakkavör. Viðræður milli félaganna halda áfram um hvort Bakkavör geti sett fram endurbætt tilboð sem hægt væri að byggja kostgæfnisathugun á. Óráðið er hvort Bakkavör bjóði í fyrirtækið í kjölfarið, þó svo að Greining Íslandsbanka telji það líklega niðurstöðu.

Verð hlutabréfa í Geest stóð í 600 pensum á hlut við lokun markaða í Bretlandi í gær en fór hæst í 640 pens þegar fréttirnar bárust í morgun. "Frá því Bakkavör keypti sinn hlut hefur gengi Geest lægst farið í 502 pens um miðjan september. Greiningaraðilar í Bretlandi hafa látið í veðri vaka að Bakkavör gæti þurft að greiða 625-650 pens á hlut til að yfirtaka Geest," segir í Morgunkorni Íslandsbanka.