Stefnt er að því að skrá Bakkavör á markað í Bretlandi að því er Reuters greinir frá.

Áætlað markaðsvirði félagsins er 1,5 milljarðar punda eða um 210 milljarðar króna. Þá greinir Reuters einnig frá því að Lýður Guðmundsson muni stíga til hliðar sem stjórnarformaður Bakkavarar.

Simon Burke, fyrrverandi forstjóri Hamleys, muni taka við stjórnarformennskunni en hann hefur átt sæti í stjórn fyrirtækisins siðan í desember. Bakkavör sérhæfir sig í framleiðslu tilbúinna rétta sem seldir eru í matvöruverslunum. Tekjur félagsins á síðasta ári námu um 250 milljörðum króna.