Bakkavör Group hf. skilaði 4,2 milljarða króna hagnaði fyrir skatta á árinu 2005. Hagnaður eftir skatta nam 3,5 milljörðum króna og heildartekjur námu 78,6 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður nam 7,3 milljörðum króna og jókst um 176%. Hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði (EBITDA) jókst um 208% og nam 9,4 milljörðum króna.

Handbært fé frá rekstri nam 11,3 milljörðum króna og frjálst fjárflæði frá rekstri var 7,1 milljarður króna. Hagnaður á hlut jókst úr 0,8 pensum í 2,0 pens. Arðsemi eigin fjár var 30,0% samanborið við 16,4% á árinu 2004.

Þess má geta að matvælafyrirtækið Geest kom inn í samstæðuna 1. maí á síðasta ári og jók veltuna verulega.