Bakkavör Group er stærsta íslenska fyrirtækið miðað við veltu árið 2011 samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar, en í sérritinu 300 Stærstu er farið yfir stærstu fyrirtæki á Íslandi. Velta Bakkavarar nam 312 milljörðum króna í fyrra sem er aukning frá árinu á undan en hins vegar var fyrirtækið rekið með 16,1 milljarðs króna tapi. Annað stærsta fyrirtækið er Actavis og í því þriðja er Marel.

Athygli vekur að aðeins er eitt fjármálafyrirtæki á listanum yfir tíu stærstu fyrirtækin miðað við veltu, en Landsbankinn er í sjöunda sæti með 85,5 milljarða króna veltu. Ólíkt Bakkavör skilaði Landsbankinn hins vegar hagnaði árið 2011 og nam hann tæplega 17 milljörðum króna.

Tíu stærstu fyrirtækin.
Tíu stærstu fyrirtækin.