Hagvöxtur í Bandaríkjunum var 0,6% á fjórða ársfjórðung síðasta árs en hægt hefur verulega á hagkerfinu frá því í haust.

Þjóðarframleiðsla jókst um 2,2% á árinu en það er lægsta aukning frá árinu 2002 en samkvæmt fréttavef Reuters telja hagfræðingar enn hættu á kreppu á þessu ári haldi framleiðslan áfram að hjaðna.

Það er í takt við þau orð sem Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna lét falla í gær um að hagkerfið væri ennþá óstöðugt. Hann vakti þó athygli á hækkandi verðbólgu og sagði nauðsynlegt að bregðast við henni.