Dow Jones vísitalan fór í fyrsta skipti yfir 12.000 stiga múrin í gær, en við lok markaðar stóð hún í 11.992,68 og hafði hækkað um 0,4%. Þessi áfangi endurspeglar aukna bjartsýni fjárfesta í kjölfar aukinna væntinga um afkomu fyrirtækja og batnandi efnahag, segir í fréttinni.

NASDAQ vísitalan lækkaði um 0,3% í 2337,15. S&P500 vísitalan hækkaði um 0,1%, í 1365,96.

Greiningaraðilar telja að of mikil áhersla sé oft lögð á áfanga á borð við 12.000 stigin og segja hann hafa skammvinn áhrif.

Apple Computer hækkaði um 5,8%, eftir að fyrirtækið birti afkomutölur sem voru talsvert yfir væntingum greiningaraðila. Adavanced Micro Devices (AMD) lækkaði hinsvegar um 13% þrátt fyrir að afkoma fyrirtækisins hafi verið yfir væntingum greiningaraðila, segir í fréttinni.

Olíufatið lækkaði um 1,28 bandaríkjadali og seldist á 57,65 dali.