Bandaríkin gætu staðið frammi fyrir skelfilegum atburðum innan fárra daga vegna skuldakrísunnar þar í landi að mati forseta Alþjóðabankans Jim Yong Kim.

Jim Yong Kim hvetur stjórnmálamenn þar í landi til að komast að samkomulagi um hækkun skuldaþaksins svo koma megi í veg fyrir greiðsluþrot ríkisins næstkomandi fimmtudag. Kim varar við því að ef ekki tekst að semja þá geti það haft skelfilegar afleiðingar fyrir Bandaríkin og heimshagkerfið allt, bæði iðnríki og þróunarlönd.

Þetta kom fram í ræðu hans á ársfundi Alþjóðabankans í Washington. BBC segir frá málinu á vefsíðu sinni í dag .