Meðal þeirra fyrirtækja sem munu aðstoða fjármálaráðuneytið í Bandaríkjunum við að stýra eitruðum eignum sem á að kaupa í risavöxnustu björgunaraðgerðum síðari tíma eru Blackrock og Legg Mason. Samkvæmt heimildum Bloomberg veittu þessi tvö fyrirtæki bandarískum yfirvöldum ráðgjöf í aðdraganda samþykktar frumvarpsins sem heimilar björgunina.

Fjármálaráðuneytið mun ráða 10 færustu fjárfestinafyrirtæki Bandaríkjanna til að taka yfir eitruð veð í bókum fjármálafyrirtækja.Ráðuneytið mun leita ráðgjafar til að verðleggja þá gjörninga sem á að kaupa, hvernig er best að halda uppboð og hvernig kaupin fari fram. Enginn heimildamanna Bloomberg hefur viljað láta nafns síns getið.